Sendinefnd frá Atlantshafsbandalaginu í heimsókn hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar

Mánudagur 28. febrúar 2005.

Nýlega heimsóttu þrír embættismenn frá Atlantshafsbandalaginu sprengjudeild Landhelgisgæslunnar.  Utanríkisráðuneytið skipulagði heimsóknina.  Gestirnir hittu starfsfólk sprengjudeildar og fengu upplýsingar um starfsemi deildarinnar á Íslandi og í Írak á vegum Friðargæslunnar.  Einnig var fjallað um möguleika á áframhaldandi starfi sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar fyrir Friðargæsluliðið.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.



Mynd: Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður: Adrian King sprengjusérfræðingur sýnir embættismönnunum tæki og tól sprengjudeildarinnar.


Mynd: Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður: Starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar og gestirnir frá NATO. Vélmennið sem sérhannað er til sprengjueyðingar í forgrunni.