Maður beið bana í vélsleðaslysi í nótt

Föstudagur 18. febrúar 2005.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 0:22  og tilkynnti að maður hefði farið á vélsleða fram af hengju í blindbyl á Landmannaleið við Sandleysu. Óttast var um líf hans. Lögreglan á Hvolsvelli var að kanna málið.

Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út og skömmu síðar hafði lögreglumaður á Hvolsvelli samband við stjórnstöð og óskaði eftir að þyrlan færi af stað.  Björgunarsveit var þá að leggja af stað frá Hellu og var reiknað með að hún yrði u.þ.b. klst. á leiðinni.

TF-LIF fór í loftið kl. eitt í nótt og var komin á svæðið kl. 1:34. Áhöfn þyrlunnar fór þá að leita að hinum slasaða og fann hann loks um kl. 2:15 en þá voru björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli að koma á staðinn.  Læknir í áhöfn þyrlunnar fór með björgunarsveitarmönnum að skoða hinn slasaða. Hann var úrskurðaður látinn um kl. 2:40 og var ákveðið að björgunarsveitarmenn flyttu hann til byggða.

Þyrlan lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 3:24.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.