Sjúkraflug TF-SIF vegna hjartveiks manns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Fimmtudagur 17. febrúar 2005.

Neyðarlínan gaf stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við Lögregluna á Selfossi kl. 12:25 sem tilkynnti að maður á bæ í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefði fengið hjartaáfall og óskaði eftir þyrlu til að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.

Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út og fór hún í loftið kl. 12:49.  Hún var komin að bænum um 20 mínútum síðar og fór þaðan kl. 13:18. Þyrlan lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 13:46 en þar beið neyðarbíll með lækni sem flutti manninn á sjúkrahús.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.