Áhafnir varðskipanna á veiðarfæranámskeiðum

Mánudagur 14. febrúar 2005.

Áhöfn varðskipsins Ægis sótti veiðarfæranámskeið í dag.  Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý skipulagði námskeiðið og var einnig leiðbeinandi en aðrir leiðbeinendur voru Haraldur Arnar Einarsson fiskifræðingur og veiðarfærasérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun,
Olgeir Haraldsson verkstjóri og netagerðarmeistari og Hermann Hrafn Guðmundsson markaðsstjóri og netagerðarmeistari, báðir á vegum Fjarðanets á Akureyri og TBen í Hafnarfirði sem eru fyrirtæki í Hampiðjan Group.

Sigurður Steinar fjallaði um vörpur, önnur veiðarfæri, umbúnað og merkingar auk möskvamælinga. Haraldur Arnar fjallaði um framtíðarsýn í gerð möskva og möskvastærð og nýju Omega-möskvamælana sem verða framleiddir samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins og koma á markað á næstunni. Þessir mælar valda byltingu í möskvamælingum að sögn leiðbeinenda en mælarnir eru mjög nákvæmir og hægt er að prenta út allar upplýsingar úr þeim eftir mælingu.  Olgeir og Hermann Hrafn fjölluðu um skiljur í veiðarfærum, uppsetningu, rimlabil, lengd á keðjum og fleira.

Veiðarfæranámskeið verður haldið á næstunni fyrir áhöfn varðskipsins Týs.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.


Mynd Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður: Frá vinstri Birgir H. Björnsson stýrimaður, Einar Valsson yfirstýrimaður, Halldór Nellett skipherra á varðskipinu Ægi, Rafn Sigurðsson háseti, Guðmundur Emil Sigurðsson stýrimaður og Olgeir Haraldsson leiðbeinandi.  Þeir eru að skoða líkan af rækjutrolli með seiðaskilju og smárækjuskilju.


Mynd Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður: Frá vinstri: Haraldur Arnar fiskifræðingur, Olgeir Haraldsson leiðbeinandi, Rafn Sigurðsson háseti, Birgir H. Björnsson stýrimaður, Guðmundur Emil Sigurðsson stýrimaður, Óskar Á. Skúlason háseti og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý.  Þarna eru þeir að skoða SORT-V smáfiskaskilju.


Mynd Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður: Frá vinstri Halldór Nellett skipherra á varðskipinu Ægi, Birgir H. Björnsson stýrimaður, Einar Valsson yfirstýrimaður, Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður, Haraldur Arnar Einarsson fiskifræðingur frá Hafrannsóknastofnun, Guðmundur Valdimarsson bátsmaður, Jóhann Sigurjónsson háseti, Óskar Á. Skúlason háseti, Rafn Sigurðsson háseti, Olgeir Haraldsson leiðbeinandi, Linda Ólafsdóttir háseti, Sigurður Óskarsson háseti, Ásmundur Pétursson háseti, Hermann Hrafn Guðmundsson leiðbeinandi og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý.