Jóla- og nýársfagnaður Landhelgisgæslunnar

Sunnudagur 19. desember 2004.

Jóla- og nýársfagnaður Landhelgisgæslunnar var haldinn í Sunnusal Hótel Sögu í gærkvöldi. Sjá meðfylgjandi myndir sem Baldur Snæland tók við það tækifæri.


Voðabandið í miklu stuði. Hafsteinn Hafsteinsson, sem aðdáandi Megasar nr. 1, var beðinn að syngja ,,Gamli sorrý gráni" og ,,Spáðu í mig" með Voðabandinu og gerði hann það með glæsibrag.


Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari lék þrjú lög af stakri snilld.


Konurnar hjá Landhelgisgæslunni afhentu Hafsteini vinaband en á því héngu gjafir sem veganesti frá þeim er hann hættir störfum.  Margt var á bandinu m.a. vasaklútur svo hann gæti þerrað tárin er hann færi í burtu frá þeim, lítill fornbíll, nestisbox, axlabönd, rauðar varir, expresso kaffibolli, engill, barnabók eftir Madonnu, skyrdolla, vindill og kleina svo eitthvað sé nefnt.


Nokkrir góðir úr áhöfn varðskipsins Ægis.  Þeir afhentu Halldóri Nellett skipherra viðurkenningu fyrir að mæla mest af fiski en samkvæmt könnun þeirra átti hann vinninginn gagnvart Tý á þessu ári.