Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hjartveikan sjómann á sjúkrahús

Föstudagur 17. desember 2004.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um kl. 11:15 og tilkynnti um hjartveikan mann um borð í bátnum Sigrúnu RE-303 en báturinn var þá á Faxaflóa, 14 sjómílur frá Reykjavík.

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út, með bráðaútkalli, og fór TF-LIF í loftið kl. 11:34.  Er þyrlan kom að bátnum fór sigmaður niður í hann og gekk vel að hífa sjúklinginn um borð í þyrluna. 

TF-LIF lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús kl. 12:04.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.