Ný hafnaraðstaða Landhelgisgæslunnar á Faxagarði tekin í notkun

Miðvikudagur 27. október 2004.

Ný hafnaraðstaða Landhelgisgæslunnar á Faxagarði var formlega tekin í notkun í dag er varðskipið Óðinn var fært frá Ingólfsgarði yfir á Faxagarð.  Sjá meðfylgjandi myndir.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd: Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður / Landfestar leystar á Ingólfsgarði.

Mynd: Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður / Steinar Clausen bryggjuvörður í dyrum gamla varðskýlisins á Ingólfsgarði.

Mynd DS: Haldið af stað frá Ingólfsgarði.

Mynd DS: Ingvar Kristjánsson forstöðum. varðskipatæknideildar LHG og Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri voru mættir á Faxagarð þegar Óðinn lagðist að bryggju.

Mynd DS: Guðmundur Emil Sigurðsson stýrimaður, Ragnar M. Georgsson fulltrúi í tæknideild, Magnús Örn Einarsson stýrimaður og Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur voru kallaðir tímabundið til starfa um borð í Óðni meðan á flutningi stóð.

Mynd DS: Óðinn kominn á sinn stað við nýja varðskýlið á Faxagarði.