Flugrekstrarstjóraskipti hjá Landhelgisgæslunni

Þriðjudagur 19. október 2004.

Björn Brekkan Björnsson þyrluflugmaður hefur tekið að sér að vera flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar.  Benóný Ásgrímsson sem sinnt hefur flugrekstrarstjórastarfinu farsællega sl. fjögur ár heldur áfram að vera yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar.

Jafnframt hefur Sigurður Ásgeirsson þyrluflugstjóri verið ráðinn öryggisfulltrúi og þjálfunarstjóri og Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugmaður hefur tekið að sér að vera umsjónarmaður fagbóka.

Allir munu þeir áfram starfa sem þyrluflugmenn hjá Landhelgisgæslunni en taka ofangreind störf að sér aukalega.  Þetta fyrirkomulag hefur verið samþykkt af Flugmálastjórn.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd DS:  Björn Brekkan Björnsson flugrekstrarstjóri, Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri og Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri.