Keilukeppni Landhelgisgæslunnar og áhafnar danska varðskipsins Tritons

Föstudagur 8. október 2004.

Eftir vel heppnað fótboltamót Landhelgisgæslunnar og dönsku varðskipanna Triton og Vædderen 4. september síðastliðinn var ákveðið að skipuleggja fleiri mót næst þegar varðskipin kæmu til Íslands.  Í síðustu viku var danska varðskipið Triton í Reykjavíkurhöfn og var af því tilefni haldin keilukeppni í Öskjuhlíð.

 

Það er skemmst frá því að segja að varðskipið Triton sigraði Landhelgisgæsluna með nokkrum  yfirburðum.  Um það bil 10 starfsmenn Landhelgisgæslunnar börðust þó eftir mætti gegn ofureflinu, sem samanstóð af 15 Tritonmönnum, og hafa fregnir borist af því að a.m.k. fjórir þeirra séu í keppnisliðum í íþróttinni heima fyrir.

 

Sjá meðfylgjandi myndir úr keppninni.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.

 

Mynd: DS. Ásgrímur Ásgrímsson deildarstjóri sjómælingadeildar átti stjörnuleik og var stigahæstur Landhelgisgæslumanna.

 

Mynd DS: Ágúst Magnússon stýrimaður í sjómælingadeild ræðir við Lasse og Steffan úr áhöfn Tritons.

 

Mynd DS: Frank ,,Tritons head of operations" var langstigahæstur og komast greinilega fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana í keilu.

 

Mynd DS: Öflugi bókarinn María Norðdahl stóð sig best í kvennahópnum.

 

Mynd: DS:  Kristján Þ. Jónsson yfirmaður gæsluframkvæmda og Thorben Lund yfirstýrimaður á varðskipinu Tý áttu góða spretti í keilunni.