Þrír menn björguðust er bátur þeirra sökk norðvestur af Skagatá

Fimmtudagur 2. september 2004.

Tilkynningarskyldan lét vita kl. 4:53 að leki væri kominn að dragnótarbátnum Kópnesi ST-046, 27 sjómílur norðvestur af Skagatá.  Togarinn Kaldbakur EA-1 var þá í 6 sjómílna fjarlægð frá Kópnesi.  Fimm mínútum síðar var tilkynnt að áhöfnin, 3 menn, væru að fara í björgunarbáta og að veður væri gott á svæðinu.  Skömmu síðar lét Tilkynningarskyldan vita að Kópnesið væri að sökkva og að vel hefði gengið að setja út björgunarbáta.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var kölluð út og fór í loftið kl. 5:28.  Þegar þyrlan hafði verið á flugi í um 10 mínútur var hún afturkölluð þar sem búið var að bjarga mönnunum um borð í Kaldbak EA-1.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.