Leitað að handfærabátnum Smára HF-122

Þriðjudagur 17. ágúst 2004.

Reykjavíkurradíó sendi út tilkynningu til skipa á norðanverðum Faxaflóa um kl. 15:27 í dag vegna handfærabátsins Smára  HF-122 sem hafði dottið út úr sjálfvirka tilkynningarskyldukerfinu. Tilkynningarskyldan hafði þá árangurslaust reynt að ná sambandi við bátinn. 

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var kölluð út og fór TF-SIF í loftið kl. 16:19. Skömmu síðar fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að báturinn hefði komið í leitirnar og sneri þyrlan þá aftur til Reykjavíkurflugvallar.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.