Sjúkraflug í Landmannalaugar vegna slasaðrar ferðakonu

Laugardagur 7. ágúst 2004.

 

Neyðarlínan hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 20:54 og tilkynnti um ökklabrotna þýska konu í skálanum í Landmannalaugum. Óskað var eftir aðstoð þyrlu til að flytja hana á sjúkrahús þar sem ástand vega þótti of slæmt til að flytja hana landleiðina.  Eftir samráð við lækni í áhöfn TF-SIF var afráðið að sækja konuna. 

 

TF-SIF fór í loftið kl. 21:26. Lélegt skyggni og vindasamt var á leiðinni.  Lent var við skálann í Landmannalaugum kl. 22:14 og haldið þaðan korteri síðar.  Þyrlan lenti síðan við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 23:10.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.