Varðskipið Týr dró togarann Stjörnuna út úr slipp í Hafnarfirði

Miðvikudagur 4. ágúst 2004.

Landhelgisgæslunni barst ósk frá tryggingafélagi togarans Stjörnunnar í dag um að draga skipið út úr slippnum í Hafnarfirði.  Sjósetning skipsins hafði mistekist er dráttarsleði fór út af sporinu í slippnum. 

Varðskipið kom til Hafnarfjarðar seinnipartinn og þá var hafinn undirbúningur fyrir verkið. Ákveðið var að hefjast handa kl. 21 um kvöldið á háflóði.  Aðgerðin heppnaðist mjög vel og fljótlega rann skipið hindrunarlaust í sjóinn. Engar skemmdir voru sjáanlegar á togaranum.

Hafnsögubátar í Hafnarfirði drógu Stjörnuna síðan að bryggju þar sem dráttartaug varðskipsins var losuð.  Varðskipið gat þá haldið til hafs til annarra starfa.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.