Sjúkraflug vegna alvarlegs umferðarslyss við Kotströnd á Suðurlandsvegi

Mánudagur 2. ágúst 2004.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:55 og lét vita um alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi skammt frá Hveragerði.  Óskað var eftir þyrlu.  Tveir bílar höfðu lent saman, fólksbíll á vesturleið og jeppi á austurleið.

Áhöfn TFLIF var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 16:22.   Þegar þyrlan kom á staðinn var búið að ná einum slösuðum út úr fólksbílnum og var sjúkrabíll á leið með hann til Reykjavíkur en kona sem einnig hafði verði í fólksbílnum var flutt með þyrlunni á Landspítala Háskólasjúkrahús.  Læknir í áhöfn TF-LIF annaðist hana á leiðinni en þyrlan lenti  við spítalann kl. 16:52.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.