Kýpverskt flutningaskip strandað við Þorlákshöfn - Varðskip á leiðinni og þyrluáhöfn í viðbragðsstöðu

Miðvikudagur 26. maí 2004.

Landhelgisgæslan hefur sent varðskip í átt að kýpverska skipinu Hernes sem er strandað norðan við innsiglinguna í Þorlákshöfn.  Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Enn sem komið er hefur ekki verið óskað eftir aðstoð en ekki er talið að áhöfnin sé í hættu. 

Hernes er flutningaskip með fullan farm af vikri.  Það er tæp 5000 tonn og rúmlega 110 metra langt.  Skipið var á leið frá Þorlákshöfn er það strandaði og var ferðinni heitið til Álaborgar. 

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.