Þoka hamlaði björgunaraðgerðum er áhöfn TF-SIF gerði tilraun til að sækja hjartveikan mann um borð í spænskan togara

Þriðjudagur 25. maí 2004.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, gerði tilraun til að sækja hjartveikan mann um borð í spænska togarann Esperanza Menduina í morgun en ekki tókst að hífa manninn um borð í þyrluna vegna þoku og slæms skyggnis.

Þyrlan kom að togaranum kl. 8 í morgun en varð frá að hverfa. Hún kom aftur til Reykjavíkur klukkustund síðar en þá var ákveðið að gera aðra tilraun seinna um daginn. 

Læknir í áhöfn þyrlunnar var í stöðugu sambandi við skipstjóra spænska togarans og komst að þeirri niðurstöðu að ástand sjúklingsins hefði lagast það mikið að óhætt væri að láta skipið sigla með hann til Reykjavíkur án frekari aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar.  Skipið kom til Reykjavíkur kl. 18:20.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.