Sjúkraflug með hjartveikan mann frá Rifi til Reykjavíkur

Miðvikudagur 19. maí 2004.

 

Læknir á Ólafsvík hafði samband gegnum Neyðarlínuna og óskaði eftir þyrlu til að flytja hjartveikan mann á sjúkrahús í Reykjavík.  Eftir að læknir í áhöfn TF-SIF hafði fengið upplýsingar um ástand mannsins kl. 11:49 var ákveðið að kalla út áhöfn þyrlunnar.  

 

TF-SIF fór í loftið kl. 12:33 og lenti á Rifi kl. 13:12 þar sem sjúkrabíll beið með manninn.  Tíu mínútum síðar hélt þyrlan aftur af stað til Reykjavíkur og lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 13:57.  Þar beið sjúkrabíll sem flutti manninn á Landpítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.