Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hjartveikan mann frá Stykkishómi til Reykjavíkur

Sunnudagur 9.maí 2004.

Læknir á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:04 og óskaði eftir aðstoð vegna hjartveiks manns sem þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík. Ástand hans var þannig að ekki þótti fært að flytja hann með sjúkrabíl.

Áhöfn TF-SIF var kölluð út kl. 12:07 og fór þyrlan í loftið kl. 12:36. Í millitíðinni var þyrlulæknir í sambandi við lækninn í Stykkishólmi til að fá upplýsingar um ástand sjúklingsins. TF-SIF lenti í Stykkishólmi kl. 13:06 og var komin aftur til Reykjavíkur kl. 13:55.  Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar og þar beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.