Sjúkraflug til Ísafjarðar

Föstudagur 26. mars 2004.

 

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag veikt ungabarn til Ísafjarðar og flutti það ásamt móður þess til Reykjavíkur.

 

Læknir á Ísafirði hringdi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á fimmta tímanum í dag og óskaði eftir aðstoð vegna veiks ungabarns.  Eftir samráð við lækni í áhöfn TF-LIF var ákveðið að sækja barnið.

 

TF-LIF fór í loftið kl. 17:41 og var komin til Ísafjarðar kl. 19:35.  Þar var barnið flutt um borð ásamt móður þess og var haldið aftur af stað til Reykjavíkur kl. 19:57.

 

Þyrlan lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 21:35 en þar beið sjúkrabíll sem flutti móður og barn á Landspítalann við Hringbraut.

 

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.