TF-LIF flutti slasaða vélsleðakonu á sjúkrahús

Laugardagur 20. mars 2004.

Um kl. 19:00 gaf Neyðarlínan samband við Flugbjörgunarsveitina sem var við æfingar nálægt skálanum Strút norðan Mýrdalsjökuls.  Þar hafði kona lent í vélsleðaslysi en ekki var talið ráðlegt að flytja hana landleiðina þar sem hún hafði hlotið hryggáverka.

TF-LIF fór í loftið kl. 19:33 og var komin á slysstað kl. 20:17   Þá voru Flugbjörgunarsveitarmenn búnir að undirbúa hina slösuðu undir flutning.

Þyrlan fór frá slysstað með hina slösuðu kl. 20:26 og lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús kl. 21:05.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.