Björgun Baldvins Þorsteinssonar heppnaðist í nótt

Miðvikudagur 17. mars 2004.

Björgun fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar úr strandi heppnaðist í nótt.  Um miðnættið byrjuðu ýtur í landi og norski dráttarbáturinn Normand Mariner að snúa skipinu.  Það tók um 20-25 mínútur og gekk vel.

Að því loknu var byrjað að toga í skipið.  Dráttarbáturinn togaði með 170 tonna álagi þegar mest var. Baldvin Þorsteinsson losnaði af sandrifinu utan við ströndina rétt fyrir kl. tvö í nótt. 

Útgerð Baldvins Þorsteinssonar, Samherji, hefur lagt mikið fé og vinnu í að bjarga skipinu og hefur Landhelgisgæslan átt gott samstarf við útgerðina.  Að vonum ríkti mikil gleði á strandstað í nótt.  Dráttarbáturinn er á leið til Eskifjarðar með Baldvin Þorsteinsson í togi.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.