Slösuð kona flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir bílslys á Snæfellsnesi

Sunnudagur 29. febrúar 2004.

Læknir á Ólafsvík hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 7:03 í morgun og óskaði eftir þyrlu til að sækja konu sem lent hafði í bílslysi á Snæfellsnesi.  Eftir að þyrlulæknir hafði rætt við lækninn á Ólafsvík var talið nauðsynlegt að sækja hina slösuðu. 

Áhöfn TF-LIF var kölluð út kl. 7:13 og fór þyrlan í loftið kl. 7:46.  Lent var á Rifi kl. 8:22 og þaðan haldið með hina slösuðu kl. 8:32.  TF-LIF lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús kl. 9:17.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.