Sjúkraflug vegna alvarlegs umferðarslyss við Bifröst

Föstudagur 20. febrúar 2004.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:39 í dag og tilkynnti um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Bifröst.  Tveir jeppar höfðu skollið saman með þeim afleiðingum að tvær ungar stúlkur létust og fleiri slösuðust. 

Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út og fór hún í loftið kl. 15:55.  Þyrlan lenti á slysstað kl. 16:13 og voru fimm manns sem lent höfðu í slysinu fluttir til Reykjavíkur.  Þyrlan lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 16:58.

Áhöfn TF-SIF, minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, var einnig kölluð út en hætt var við flugtak þegar nánari upplýsingar bárust frá slysstað sem gáfu til kynna að ekki væri þörf fyrir hana.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.