Sjúkraflug TF-LIF til Patreksfjarðar

Mánudagur 16. febrúar 2004.

Læknir á Patreksfirði hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á laugardagskvöldið og óskaði eftir aðstoð vegna sjúklings sem flytja þurfti á sjúkrahús í Reykjavík.  Sjúkraflugvél frá Ísafirði gat ekki flogið til Patreksfjarðar vegna veðurs.

Áhöfn TF-LIF var kölluð út kl. 20:40 og fór vélin í loftið kl. 21:27.  Lent var á Patreksfirði kl. 22:27 þar sem sjúklingur var fluttur um borð í þyrluna og fór hún í loftið að nýju kl. 22:36.  Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 00:15 á sunnudag og var sjúklingur fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.