Skipstjóri staðinn að veiðum án veiðileyfis

Laugardagur 13. desember 2003. 

Handhafar löggæsluvalds í áhöfn varðskipsins Óðins stóðu skipstjóra að meintum ólöglegum veiðum í gærdag.

Er varðskipið kom að skipinu var áhöfnin að netaveiðum. Varðskipsmenn komust að því við venjulegt eftirlit að skipið hafði ekki veiðileyfi.  Skipstjóra var gert að halda þegar til hafnar á Ísafirði þar sem lögreglan tók við rannsókn málsins.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.