Útkall þyrlu vegna bifreiðarslyss

Fimmtudagur 30. október 2003.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 16:39 og óskaði eftir þyrlu vegna alvarlegs bílsslyss við Viðvíkurfjall í Hjaltadal.  Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út, útkalli Alfa, og fór þyrlan í loftið kl. 17:04.  Aðstoð þyrlu var afturkölluð kl. 17:26 og lenti þyrlan við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:47. 

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi.