Sjúkraflug með veikt barn

Miðvikudagur 29. október 2003.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í nótt vegna beiðni læknis á Ólafsvík um flutning veiks barns með þyrlu.   TF-LIF fór í loftið kl. 3:41 og lenti á Rifi kl. 4:21.  Átta mínútum síðar var þyrlan komin aftur í loftið með barnið og móður þess og lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 5:10.  Þar beið sjúkrabíll eftir barninu og flutti það á Landspítala Háskólasjúkrahús.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi