Slasaður skipverji um borð í Halla Eggerts fluttur með þyrlu til Reykjavíkur

Laugardagur 20. september 2003.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 11:20 og tilkynnti um slasaðan skipverja um borð í línubátnum Halla Eggerts sem gerður er út frá Flateyri.  Skipið var þá statt 40 sjómílur NA af Langanesi.  

Eftir að læknir í þyrluáhöfn hafði haft samband við áhöfn skipsins og metið ástandið var ákveðið að sækja manninn.  Áhöfn TF-SIF var kölluð út BRAVO kl. 12:37 og og fór þyrlan í loftið kl. 13:24.   Hún hafði viðkomu á Höfn í Hornafirði kl. 14:45 til að taka eldsneyti og fór þaðan kl. 15:05.  Búið var að hífa manninn um borð kl. 16:12.

Þyrlan hafði aftur viðkomu á Höfn í Hornafirði til að taka eldsneyti kl. 17:27 og var komin til Reykjavíkur um áttaleytið.  Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll en þar beið sjúkrabíll eftir hinum slasaða sem var fluttur á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi