Tveir menn fluttir með þyrlu til Reykjavíkur eftir útafakstur

Sunnudagur 6. júlí 2003.

Neyðarlínan hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 9:01 í morgun og óskaði eftir þyrlu til að sækja tvo menn sem lent höfðu í útafakstri milli Bjarkarlundar og Flókalundar.

Áhöfn TF-LIF  var kölluð út kl. 9:03 og fór hún í loftið kl. 9:33.  Ferðinni var heitið á flugvellinn á
Kambsnesi við Búðardal en þangað átti að flytja hina slösuðu með sjúkrabifreið.  Er þyrlan lenti á Kambsnesi kl. 10:04 var sjúkrabifreiðin ókomin. 

TF-LIF fór í loftið með hina slösuðu innanborðs kl. 10:48 og lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús kl. 11:21.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands