Tvö sjúkraflug um helgina vegna slasaðra vélsleðamanna

Sunnudagur 13. apríl 2003.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti í gær slasaðan mann sem hafði lent í vélsleðaslysi norður af Laugarvatni. Fór þyrlan í loftið kl. 16:12 og lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:15 þar sem sjúkrabifreið beið hins slasaða.

Í morgun kl. 10:57 hafði Neyðarlínan samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna tveggja manna sem höfðu slasast á vélsleðum við Kirkjufellsvatn austan við Landmannalaugar.  Læknir á staðnum taldi að sækja þyrfti mennina með þyrlu þar sem erfitt væri að komast að þeim. Þeir voru ekki mikið slasaðir að mati læknisins.  TF-LÍF fór í loftið kl. 11:38 og kom aftur til Reykjavíkur  kl. 13:26.  Lent var á Reykjavíkurflugvelli þar sem sjúkrabifreið beið slösuðu vélsleðamannanna.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands