Vorboðarnir á miðunum

Föstudagur 11. apríl 2003.

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór í dag í eftirlitsflug út að 200. sml. lögsögumörkunum á Reykjaneshrygg.  Þrettán erlendir togarar voru þar að karfaveiðum. Það má því segja að vorboðarnir, karfaveiðiskipin, séu komnir.  Sjá meðfylgjandi myndir sem Auðunn F. Kristinsson stýrimaður í flugdeild Landhelgisgæslunnar tók í dag.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands