Málfundir um öryggismál sjómanna

Föstudagur 28. mars 2003.

Málfundir um öryggismál sjómanna verða haldnir víða um land á árinu.  Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem láta sig varða öryggi sjómanna eru hvattir til að mæta á fundina og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Fyrsti fundurinn verður haldinn í húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík mánudaginn 31. mars nk. frá kl. 20 til 22:30. Sjá dagskrá fundarins. 

Aðrir fundir verða á Snæfellsnesi í apríl, á Ísafirði í maí og á Akureyri, Eskifirði og í Vestmannaeyjum í haust. Dagskrá þeirra verður auglýst síðar.

Landhelgisgæslan er meðal þeirra stofnana og félagasamtaka sem skipuleggja fundina.  Þeir eru haldnir í tengslum við langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda.  Aðrar stofnanir og félagasamtök sem standa að fundunum eru:  Samgönguráðuneyti, Siglingastofnun Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Landssamband smábátaeigenda, Sjómannasamband Íslands, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Vélstjórafélag Íslands og Landsamband íslenskra útvegsmanna.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands