Skip vélarvana

Vakstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning kl. 21.58 um að hollenskt flutningaskip, Aalsmeergracht, sem er 12þús. tonn, væri vélarvana í Reyðarfirði. Strax varið farið að grennslast fyrir um skip sem gætu komið til aðstoðar. Ekkert nægilega öflugt skip var á svæðinu, en brugðið var til þess ráðs að kalla til björgunarskip Slysavarnarfélagsins á Norðfirði og línubátinn Pál Jónsson, sem staddur var skammt austur af Gerpi. Hægt var að fylgjast með reki skipsins með AIS eftirlitsbúnaði Vakstöðar siglinga/Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og kallaðir voru til sérfræðingar sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar til ráðgjafar um góðan haldbotn fyrir akkeri. Þegar skipið var statt um 0,7 sjómílur norð-vestur af  Grímu, var skipstjóra ráðlagt að kasta akkeri. Það hefur verið gert, en talið er að viðgerð geti tekið allt að 8 klst. Björgunarskipið Hafbjörg er á vettvangi og fylgist fylgist með gangi mála.

Jóhann Baldursson hdl.
lögmaður/upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands