Heimsókn samgöngunefndar Alþingis til Landhelgisgæslu Íslands

Miðvikudagur 12. febrúar 2003.

Meðfylgjandi myndir voru teknar nýlega er fulltrúar samgöngunefndar Alþingis heimsóttu Landhelgisgæsluna og kynntu sér starfsemi hennar.

Mynd Sigurður Ásgrímsson: Adrian King sprengjusérfræðingur sýnir fulltrúum samgöngunefndar ýmsar gerðir heimatilbúinna sprengja og verkfæri sem notuð eru til sprengjueyðingar.  Frá vinstri: Adrian King, Kristján L. Möller alþm., Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri, Þorgerður Gunnarsdóttir alþm., Guðmundur Hallvarðsson alþm. og formaður samgöngunefndar, Ágúst Geir Ágústsson nefndarritari og Sigurður Steinar Ketilsson yfirmaður gæsluframkvæmda.

Mynd: Sigurður Ásgrímsson.  Hafsteinn Hafsteinsson, Kristján L. Möller, Þorgerður Gunnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Ágúst Geir Ágústsson ásamt Jónasi Þorvaldssyni starfsmanni Landhelgisgæslunnar en hann er í sérstökum hlífðarbúningi sem sprengjusérfræðingar klæðast við störf sín.