Ný hafnakort gefin út fyrir Grundarfjörð og Þórshöfn

Fimmtudagur 30. janúar 2003.

Nýverið luku Sjómælingar Íslands, sem eru deild innan Landhelgisgæslunnar, gerð tveggja nýrra hafnakorta. Kortin eru af hafnarsvæði Grundarfjarðar og Þórshafnar.  Þau tilheyra flokki hafnakorta sem útgáfa hófst á 1997 er gefið var út hafnakort fyrir Fáskrúðsfjörð. Kortin, sem orðin eru 21 talsins, eru unnin með hugbúnaði frá kanadíska fyrirtækinu CARIS sem nú er almennt notaður við sjókortagerðina.  Þau eru prentuð hjá Landhelgisgæslunni jafnóðum og pantanir berast í blaðstærð A3 í mælikvarðanum 1:10.000. 

Upplýsingar um sjókort er að finna í kortaskrá Sjómælinga Íslands en finna má tengil inn á hana neðst á forsíðu heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands.

Mynd: Hafnakort fyrir Þórshöfn.

Mynd: Hafnakort fyrir Grundarfjörð.