Hafís á Vestfjarðamiðum

Fimmtudagur 9. janúar 2003.

Landhelgisgæslan sér um ískönnunarflug þegar tilefni gefst. Í gær var TF-SYN send í slíkt flug og kom í ljós að hafís er kominn inn fyrir lögsögu út af Vestfjarðamiðum og næst landi er hann 48 sjómílur norðvestur af Straumnesi.  Ísinn er talsvert þéttur og má þar greina stóra borgarísjaka sem eru allt að 400 fet á hæð. Landhelgisgæslan mun fylgjast með hver þróunin verður.

Áhöfn TF-SÝN tók meðfylgjandi myndir af ísjökunum í eftirlitsfluginu.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi