Biskup Íslands flutti jólaguðspjallið í árlegum jólahádegisverði starfsmanna Landhelgisgæslunnar

Föstudagur 20. desember 2002.

Biskup Íslands flutti jólaguðspjallið fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar er þeir komu saman til árlegs jólahádegisverðar í veitingahúsinu Naustinu í hádeginu í dag. 

Frá því að Hafsteinn Hafsteinsson gerðist forstjóri Landhelgisgæslunnar árið 1993 hefur sá siður haldist að starfsmenn Landhelgisgæslunnar hittast einkennisklæddir í hádegismat rétt fyrir jólin og þá er venjan að jólaguðspjallið sé flutt.  Að þessu sinni veitti biskup Íslands Landhelgisgæslunni þann heiður að flytja jólaguðspjallið fyrir starfsmenn. 

Þegar dagsetning er valin til að halda jólaveisluna er jafnan höfð hliðsjón af því að varðskipsáhafnir sem verða úti á sjó yfir jólahátíðina geti komið til veislunnar.  Að þessu sinni var boðið uppá hangikjöt með kartöflum rauðkáli og uppstúf og möndlugraut í eftirrétt. 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands