Sjúkraflug vegna umferðarslyss á Holtavörðuheiði

Sl. föstudag, 29. nóvember, hafði Neyðarlínan samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 22:43 vegna umferðarslyss á Holtavörðuheiði en þar var unglingsstúlka alvarlega slösuð og þrír aðrir minna slasaðir.  Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 23:15.  Rúmum hálftíma síðar var lent á þjóðveginum við slysstað og stúlkan sótt. Þaðan var farið í loftið kl. 23:56 og lent kl. 00:29 við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands