Feðgar fluttir með þyrlu til Reykjavíkur eftir gröfuslys í Ólafsvíkurenni

Mánudagur 11. nóvember 2002.

Neyðarlínan hafði samband við Landhelgisgæsluna í morgun vegna manns sem hafði slasast er vélskófla sem hann stjórnaði lenti úti í sjó við Ólafsvíkurenni.  Óskað var eftir þyrlu í viðbragðsstöðu.  Lögreglan á Ólafsvík hringdi kl. 11:04 og óskaði eftir að þyrlan sækti manninn á Rif.  TF-LÍF fór í loftið tæpum tuttugu mínútum síðar og sótti manninn og son hans sem var talsvert þrekaður eftir að hafa lent úti í sjó er hann reyndi að bjarga föður sínum. Þyrlan lenti með feðgana hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi kl. 13:18.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands