Varðskip á leið til bjargar norskum rækjutogara

Föstudagur 20. september 2002.

Áhöfn norska rækjutogarans Volstad Viking varð vör við það um þrjúleytið í fyrrinótt að lestir skipsins höfðu fyllst af sjó en þetta virðist hafa gerst all skyndilega.  Skipið var þá statt 80 sjómílur frá strönd Austur Grænlands.  Áhöfninni var bjargað um borð í annan norskan rækjutogara, Sæviking, sem nú er á staðnum. 

Fulltrúar norsku útgerðarinnar og tryggingafélags skipsins hér á landi höfðu samband við Landhelgisgæsluna í gær og óskuðu eftir aðstoð við að draga skipið til hafnar.  Í framhaldi af því var ákveðið að senda varðskip á staðinn og er gert ráð fyrir að það verði komið að skipinu annað kvöld.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands