Sjúkraflug TF-LÍF til Ísafjarðar

Miðvikudagur 18. september 2002.

 

Læknir á Ísafirði hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gegnum Neyðarlínuna rúmlega átta í gærkvöldi. Hann óskaði eftir að fá samband við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar vegna alvarlega veiks sjúklings.  Læknarnir töldu nauðsynlegt að flytja sjúklinginn með þyrlu Landhelgisgæslunnar.   Þeir töldu það öruggara og fljótlegra en að senda manninn með sjúkraflugvél en sjúkraflugvél Íslandsflugs var stödd í Reykjavík. 

 

Þyrluáhöfn var kölluð út kl. 20:16 og fór TF-LÍF í loftið kl. 20:57.  Lent var á Ísafirði kl. 22:03 og var sjúklingur kominn á gjörgæslu Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 23:29.

 

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi