Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti veikan sjómann frá Vestmannaeyjum

Laugardagur 14. september 2002.

Beiðni barst frá Flugfélagi Vestmannaeyja kl. 5:09 um morguninn og óskað eftir að Landhelgisgæslan tæki að sér sjúkraflug með veikan sjómann en ekki reyndist unnt að senda hann með flugvél þar sem blindþoka var á flugvellinum og hann því lokaður. 

Eftir að aðstæður höfðu verið kannaðar var þyrluáhöfn kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl. 6.  Lent var á Eiðinu í Vestmannaeyjum kl. 6:44 en þar var 1,5 km. skyggni og skýjahæð um 150 fet. Lent var með sjúklinginn við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 7:30 en þar beið hans sjúkrabíll sem flutti hann á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands