Kafarar Landhelgisgæslunnar fundu líkamsleifar í Reykjavíkurhöfn

Mánudagur 26. ágúst 2002.

Kafarar Landhelgisgæslunnar fengu það verkefni að leita að sprengjum í Reykjavíkurhöfn vegna komu bandarísku flotadeildarinnar um síðustu helgi.  Var það gert í samstarfi við lögregluna í Reykjavík.  Engar sprengjur voru sjáanlegar eins og við var að búast en hins vegar fundu kafarar Landhelgisgæslunnar líkamspart af manni á sjávarbotni innan hafnarinnar.  Lögreglan rannsakar nú málið.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands