Tilkynnt um neyðarblys

Fimmtudagur 22. ágúst 2002.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá Neyðarlínunni um ellefuleytið í gærkvöldi um að fólk sem statt var við Tröllahóla á Selfossi og fólk í Landeyjum hafi séð fjögur rauð blys á lofti í átt að Þjórsárósum.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði þá samband við m/b HRUNGNIR GK sem staddur suður af Þjórsárósum en áhöfnin hafði ekki orðið vör við blysin.  Báturinn hélt áleiðis að árósunum og áhafnir annarra báta á svæðinu voru einnig látnar vita. Auk bátanna, óku lögreglumenn frá Selfossi að árósunum og urðu einskis varir. Skyggni var gott á svæðinu.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands