Beiðni um þyrlu vegna umferðarslyss afturkölluð

Miðvikudagur 21. ágúst 2002.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 17:59 og tilkynnti um umferðarslys við Landsvegamót en þar höfðu rúta og fólksbifreið lent saman.  Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja alvarlega slasaða konu og fór TF-SIF í loftið kl. 18:19.  Tveimur mínútum síðar lét Neyðarlínan vita að læknir á staðnum hefði úrskurðað hina slösuðu látna og ekki væri þörf á þyrlu.  TF-SIF var því snúið við og lent kl. 18:24 á Reykjavíkurflugvelli.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands