Sleginn í höfuðið með flösku

Laugardagur 17. ágúst

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. fimm um morguninn vegna slasaðs manns í Stykkishólmi.  Hann hafði verið fluttur á spítala eftir að hafa verið sleginn í höfuðið með flösku og óskaði læknir eftir þyrlu til að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.  TF-SIF fór í loftið um hálftíma síðar og lenti í Stykkishólmi kl. 6. Var maðurinn kominn á Landspítala Háskólasjúkrahús um kl. 6:30.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands