Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar að neyðarsendi

Þriðjudagur 25. júní 2002.

Um ellefuleytið fóru Landhelgisgæslunni að berast tilkynningar frá skipum, flugvélum og gervihnetti um sendingar frá neyðarsendi skips.  Gervihnattastaðsetning var í nágrenni Reykjavíkur.  TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var send til leitar og nam sendingarnar yfir skemmtiferðaskipinu Delphin sem var í Reykjavíkurhöfn.  Áhöfn skipsins gat ekki fundið hvaðan neyðarsendingarnar bárust og óskaði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar því eftir aðstoð Póst- og fjarskiptastofnunar.  Starfsmaður stofnunarinnar fór um borð, fann sendinn og slökkti á honum.  Þar með var málinu lokið.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands