Áhöfn Guðrúnar Gísladóttur bjargaðist er skipið strandaði við Noreg

Þriðjudagur 18. júní 2002.

 

Áhöfn frystiskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE-15 bjargaðist giftusamlega er skipið strandaði á skeri við Lofoten-eyjarnar í Norður Noregi en skipið var á leið til löndunar í bænum Leksnes er atburðurinn átti sér stað.  Björgunarmiðstöðin í Bodö tilkynnti björgunarstjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands um atburðinn kl. 9:26 í morgun. 

 

Áhöfn Guðrúnar Gísladóttur sá sér ekki annað fært en að yfirgefa skipið og komust skipverjar, alls 20 manns, í gúmmíbjörgunarbáta.  Um kl. 10:12 bárust fregnir frá Bodö um að allir skipverjar væru komnir um borð í skip norsku strandgæslunnar.  Dráttarbátur er væntanlegur á strandstað um kl. 15:00.

 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi

Landhelgisgæslu Íslands