Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti snjóbrettakappa á Snæfellsjökul

Sunnudagur 9. júní 2002.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:20 í dag vegna slasaðs snjóbrettakappa sem hlotið hafði slæma byltu á Snæfellsjökli.  Læknir óskaði eftir þyrlu til að sækja manninn.  Áhöfn TF-LÍF var kölluð út kl. 15:24 og var þyrlan komið í loftið kl. 15:54.  Lent var með hinn slasaða við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:12.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands