Sjúkraflug í rússneskan togara

Laugardagur  1. júní  2002. 

Umboðsmaður rússneska togarans Nivenskoe hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl.13:04 í dag og óskaði eftir þyrlu til að sækja hjartveikan mann um borð í togarann sem var þá staddur á Reykjaneshrygg. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði þá samband við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir þyrlu til að sækja sjúklinginn.  Komið var að togaranum kl.19:30 og lenti þyrlan á Reykjavíkurflugvelli kl. 20:58. Sjúklingurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands